Netkosning hjá Samfylkingu í NA-kjördæmi

Hátt í 500 manns hafa kosið í opnu netprófkjöri Samfylkingarinnar í
Norðausturkjördæmi.

Um 8 í morgun höfðu hátt í 500 manns kosið í netprófkjöri
Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Einn netbankanna átti í
örðugleikum í upphafi en fyrir utan það hefur allt gengið að óskum. Þeir
sem ekki hafa netbanka geta haft samband við trúnaðarmenn en síðan verða
kjörstaðir opnir víða í kjördæminu á morgun, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert