Kosningaloforð gleðja ekki erlenda fjárfesta

Lars Christensen
Lars Christensen mbl.is/Styrmir Kári Erwinsson

Ef stjórnmálaflokkar nýta eignir föllnu bankanna til þess greiða fyrir kosningaloforð sín mun það leiða til efnahagslegra þrenginga fyrir Ísland, segir Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske Bank A/S í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.

Með því að gera upptæka eignir gömlu bankanna munu Íslendingar loka dyrunum fyrir utanaðkomandi fjárfestingum og möguleikum Íslands á að ná sér í frekara lánsfé á erlendum mörkuðum, segir Christensen í viðtali við Bloomberg en hann er einnig í viðtali við Fréttablaðið í dag.

Christensen var harðlega gagnrýndur af bæði stjórnmálamönnum og kaupsýslumönnum á Íslandi fyrir harða gagnrýni sína á íslenskt viðskiptalíf. Var hann meðal annars einn höfunda skýrslunnar„Iceland, Geyser crisis“ sem kom út árið 2006.

Hann segir mikilvægt að draga úr skuldum heimilanna en það að nota eignir föllnu bankanna sem eru í eigu kröfuhafa sé ekki rétt leið. Hluti kröfuhafanna séu fjárfestar sem hafa áhuga á að fjárfesta frekar á Íslandi, til að mynda norrænir lífeyrissjóðir. Ef eignir þeirra verða gerðar upptækar þá muni alþjóðlegir fjárfestar ekki gleyma slíku.
   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert