Hægt að skapa þverpólitíska sátt

Jón Þór Ólafsson, nýr þingmaður Pírata, segist aðspurður telja að vel eigi eftir að ganga fyrir flokkinn að koma stefnumálum sínum í framkvæmd á Alþingi. Hann vísar í það að Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður, hafi á síðast kjörtímabili sýnt að hægt sé að skapa þverpólitíska sátt um málefni með þingsályktunartillögu um að skapa Íslandi sérstöðu varðandi upplýsinga- og tjáningarfrelsi sem allir þingmenn hafi samþykkt.

„Þannig viljum við halda áfram að vinna að þeim málefnum sem við erum að vinna að eins og til dæmis að skapa hérna netvænt lagaumhverfi sem er svona útvíkkun á upplýsingafrelsissjónarmiðunum. Þetta eru svona málefni sem er engin andstaða við. Það þarf bara að vinna vinnuna og setja fókus á hana,“ segir hann í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert