Duterte og fíkniefnastríð á Filippseyjum

Duterte: Bandaríkin eru ömurleg

21.7. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir Bandaríkin vera „ömurlegt“ land og að hann muni aldrei fara þangað. Duterte var með þessu að svara orðum þingmannsins James McGoverns, sem lýsti því yfir að hann myndi leggjast gegn heimsókn Dutertes, biði Trump honum í opinbera heimsókn. Meira »

Skylda borgaranna að flýja

28.6. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur fullvissað hermenn sína um að hann muni vernda þá frá ákærum ef þeir verða „óvart“ almennum borgurum að bana í baráttu sinni gegn bardagamönnum tengdum Ríki íslams. Meira »

Sagði í lagi að nauðga þremur konum

27.5. Forseti Filippseyja er nú harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla varðandi nauðganir í ræðu sem hann hélt fyrir hermenn. Meira »

Fundu 12 fanga í leyniklefa

28.4. 12 manns fundust í leyniklefa á lögreglustöð á Filippseyjum. Leyniklefinn, sem var á stærð við skáp, var falinn bak við bókaskáp. Fundurinn hefur vakið enn frekari áhyggjur af misþyrmingu og öðrum brotum sem fylgja stríði Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Meira »

Fjölskyldur fá lífstíðardóm

14.3. Stríð stjórnvalda á Filippseyjum gegn eiturlyfjum hefur kostað sjö þúsund manns lífið á undanförnum mánuðum. En á sama tíma hafa fjölskyldur þeirra sem eru drepnir fengið sinn dóm - jafnvel lífstíðardóm fátæktar. Meira »

Handtökuskipanin „pólitískar ofsóknir“ Dutertes

23.2. Einn harðasti andstæðingur fíkniefnastríðs Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, öldungadeildarþingmaðurinn Leila de Lima, náði með naumindum að forða sér undan handtöku lögreglu og leita skjóls í þinginu í dag. Meira »

Dauðasveitir Duterte voru engin mýta

20.2. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja starfrækti sérstaka „dauðaveit“ í tíð sinni sem borgarstjóri Davao. Greiddi lögreglumönnum í reiðufé og fyrirskipaði dráp á glæpamönnum að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir fyrrverandi lögreglumanni sem segist hafa tekið þátt í drápunum. Meira »

Ætlar að drepa fleiri

2.2. Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, boðar frekari aðgerðir hersins í stríðinu gegn fíkniefnum. Fleiri eiturlyfjasalar og fíklar verði drepnir í umboði forsetans. Meira »

„Ég hef gert það áður“

28.12. Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur hótað því að henda spilltum embættismönnum úr þyrlu og heldur því einnig fram að það væri ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerðist. Meira »

Duterte vill daglegar aftökur

19.12. Mannréttindasamtök og forystumenn innan kaþólsku kirkjunnar áfordæmdu í dag áform Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, um að taka upp dauðarefsingu í landinu á nýjan leik og taka fimm til sex glæpamenn af lífi daglega. Eru áformin sögð villimannleg. Meira »

Filippseyjar fá ekki hjálpargögn

15.12. Íbúar á Filippseyjum fá ekki mikilvæg hjálpargögn frá Þróunarstofnun Bandaríkjanna, Millennium Challenge Corporation. Ástæðan er áhyggjur bandarískra yfirvalda af ástandinu í landinu eftir að Rodrigo Duterte, forseti, komst til valda fyrr á þessu ári. Meira »

Duterte íhugar að fylgja í fótspor Rússa

17.11. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði í dag að fylgja í fótspor rússneskra stjórnvalda og segja sig frá Alþjóðlega glæpadómstólnum í Haag. Ástæðan væri sívaxandi gagnrýni erlendra ríkja á aðferðir filippeyskra yfirvalda í baráttu sinni gegn fíkniefnasölum. Meira »

Orðljóti forsetinn hættir að blóta

28.10. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist hafa lofað Guði að hann muni bæta orðbragð sitt í framtíðinni en hann er þekktur fyrir að vera orðljótur. Meira »

„Heimurinn hatar Obama“

22.10. Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, hefur haldið því fram að Barack Obama og Bandaríkin séu hötuð um allan heim, og hafi orðið til þess að ýta ríkjum á borð við Filippseyjar frá sér og í faðm andstæðingsins. Meira »

Kínverjar styðja Duterte

14.10. Kínversk yfirvöld lýstu í dag yfir stuðningi við aðgerðir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn eiturlyfjavandanum í landinu. Yfir 3700 manns hafa verið drepnir síðan Duterte tók við embætti í lok júní. Meira »

Heitir sjálfstæðisfrumvarpi flýtimeðferð

17.7. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hét því á mánudag að flýta fyrir meðferð þingfrumvarps sem veitir hluta eyjanna sjálfsstjórn. Vonast Duterte með þessu til að binda endi á áratuga langar uppreisnar- og ofbeldisaðgerðir uppreisnarmanna úr röðum íslamista. Meira »

Lá blæðandi í götunni og þóttist dáinn

28.5. Í 51 af þeim fíkniefnarassíum filippseysku lögreglunnar þar sem komið hefur til skotbardaga, voru 100 þeirra sem aðgerðir lögreglu beindust gegn drepnir en aðeins 3 særðust. Drápshlutfall filippseysku lögreglunnar í slíkum aðgerðum er 97% og skýrslur lögreglumannanna eru grunsamlega líkar. Meira »

Bannar reykingar á almannafæri

19.5. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur bannað reykingar á almannafæri en þeir sem brjóta gegn banninu eiga yfir höfði sér allt að fjögurra mánaða fangelsi og 10 þúsund króna sekt. Bannið gildir bæði um reykingar innan- og utandyra. Meira »

„New York Times, hálfvitar“

27.4. Rodrigo Duterte forseti Filippseyja segir að á New York Times vinni hálfvitar og hafnar alfarið gagnrýni blaðsins á stríð hans gegn fíkniefnum. Meira »

Látnir afklæðast og bíða í röðum

2.3. Myndir af hundruðum nakinna fanga í fangelsi á Filippseyjum hafa vakið hörð viðbrögð. Fangarnir eru látnir sitja á gólfum naktir á meðan leitað er að smyglvarningi. Myndirnar þykja benda til að mannréttindabrot séu framin í fangelsum landsins undir stjórn forsetans Rodrigo Duterte. Meira »

„Við gegn þeim“

22.2. Stjórnmálamenn beita nú æ oftar hugmyndafræði um „við gegn þeim“. Þessi orðræða stjórnmálamanna í heiminum hefur aukið bilið milli landa og gert heiminn hættulegri segir í ársskýrslu Amnesty International, en samtökin gáfu í dag út árlegt yfirlit sitt yfir stöðu mannréttinda í heiminum. Meira »

Pólitískur andstæðingur Duterte ákærður

17.2. Saksóknari á Filippseyjum hefur ákært þarlendan þingmann fyrir að hafa þegið fé frá eiturlyfjabarónum þar í landi. Þingkonan, Leila de Lima, er þekkt fyrir að vera mikill andstæðingur stríðsins gegn fíkniefnum sem geisar á Filippseyjum. Meira »

Sakar lögreglu um spillingu

30.1. Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, segir lögreglu landsins spillta en hann ætlar ekki að gefast upp í baráttunni gegn fíkniefnum í landinu. Meira »

Hættir við tónleika í mótmælaskyni

21.12. Grammy verðlaunahafinn James Taylor hefur aflýst tónleikum sem hann ætlaði að halda á Filippseyjum í febrúar. Ástæðan eru dráp án dóms og laga að beiðni forseta landsins, Rodrigo Duterte. Morðin eru liður í stríði forsetans við eiturlyfjasala. Meira »

„Ég drap um það bil þrjá“

16.12. Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, skaut til bana þrjá karlmenn þegar hann var borgarstjóri borgarinnar Davao. Þetta hefur hann staðfest í samtali við við breska ríkisútvarpið BBC. Meira »

Játar að hafa drepið fólk

14.12. Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, segir að hann hafi sjálfur drepið fólk sem var grunað um saknæmt athæfi þegar hann var borgarstjóri í Davao. Meira »

Skotinn til bana í fangaklefanum

5.11. Rolando Espinosa, bæjarstjóri á Filippseyjum sem forseti landsins, Rodrigo Duterte, sagði að tengdist fíkniefnasölu hefur verið skotinn til bana í fangaklefa sínum. Meira »

Vill Bandaríkin burt úr landinu

26.10. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist vilja herlið Bandaríkjanna burt úr landi sínu á næstu tveimur árum. Þá sé hann reiðubúinn að rifta varnarsamningum við Bandaríkin, sem lengi hafa verið bandamenn Filippseyja. Meira »

Kominn tími til að kveðja Bandaríkjamenn

20.10. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, og Xi Jinping, forseti Kína, hétu því að auka traust og samskipti á milli landanna í dag í Kína. Meira »

„Hún ætti að skammast sín“

12.10. Filippeysk fegurðardrottning hefur verið gagnrýnd fyrir að líkja forseta landsins, Rodrigo Duterte, við Adolf Hitler.  Meira »