Hryðjuverk í London

Árásarmaðurinn ákærður

23.6. Breski sendiferðabílstjórinn sem keyrði inn í hóp múslíma skammt frá Finsbury Park-moskunni í London var í dag ákærður fyrir hryðjuverk, morð og morðtilraun. Meira »

Ólík sýn á árásarmanninn

20.6. Darren Osborne, sem hefur átt erfitt að sögn fjölskyldu, áreitti börn sem eru múslimar en fjölskylda hans neitar því að honum hafi verið í nöp við múslima. Meira »

Þetta er vitað um árásina

19.6. Tíu særðust og einn lést eftir að sendibíl var ekið á hóp múslima í nágrenni mosku í London um miðnætti.   Meira »

Theresa May fordæmir árásina

19.6. Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur fordæmt hryðjuverkaárásina við Fins­bury Park mosk­una í London í gær, og sagt hana „alveg jafn ógeðfellda“ og aðrar árásir sem hafa verið gerðar undanfarna mánuði í landinu. Meira »

Öll fórnarlömbin múslímar

19.6. Tveir eru mjög alvarlega særðir eftir árás í London í gærkvöldi. Einn lést og tíu særðust þegar 48 ára gamall maður ók sendibifreið inn í hóp fólks á gangstétt skammt frá mosku í borginni. Öll fórnarlömb árásarinnar eru múslímar en árásarmaðurinn sagðist vilja drepa alla múslíma. Meira »

Hetja heiðruð í London

16.6. Elísabet Englandsdrottning hefur heiðrað breska lögreglumanninn sem var drepinn fyrir framan þinghús landsins í hryðjuverkaárásinni í mars. Meira »

Hugðust nota 7,5 tonna vörubíl

10.6. Hryðjuverkamennirnir sem frömdu árásirnar í Lundúnum um síðustu helgi hugðust nota 7,5 tonna vöruflutningabíl til að keyra yfir íbúa og gesti borgarinnar. Frá þessu greinir lögregla borgarinnar. Meira »

Myndband af viðbrögðum lögreglu birt

8.6. Birt hefur verið myndband sem sýnir bresku lögregluna binda enda á hryðjuverkaárásina í Lundúnum á laugardag. Þar má sjá lögreglumenn skjóta árásarmennina þrjá til bana á Borough-markaðnum, aðeins átta mínútum eftir að árásin var tilkynnt. Meira »

Þarf að útskýra hvað pabbi hennar gerði

7.6. Fyrrverandi eiginkona eins árásarmannanna í London hefur rætt um það í breskum fjölmiðlum að einn daginn þurfi hún að útskýra fyrir dóttur sinni hvað pabbi hennar gerði. Meira »

„Inni­lega fyr­ir­gefið þið“

7.6. Móðir eins þeirra þriggja manna sem frömdu hryðjuverkaárásina í Lundúnum um helgina segist finna fyrir miklum sársauka fyrir hönd fórnarlamba árásanna og fjölskyldna þeirra. Meira »

Þriðji Frakkinn fannst látinn

7.6. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur staðfest að þriðji franski ríkisborgarinn er látinn eftir hryðjuverkaárásirnar í London um síðustu helgi. Meira »

Annar Frakki látinn eftir árásirnar

7.6. Annar franskur ríkisborgari er látinn eftir hryðjuverkaárásirnar á London um síðustu helgi. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands. Meira »

Vill ekki fá Trump til Bretlands

6.6. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir að Bretar ættu ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Tæpar tvær milljónir Breta hafa skrifað undir þar sem Bretar eru hvattir til að taka ekki á móti Trump í opinbera heimsókn. Meira »

„Ég er fokking Millwall!“

6.6. Fífldjarfur stuðningsmaður enska fótboltaliðsins Millwall, sem tókst einn síns liðs á við alla þrjá árásarmennina sem stóðu að hryðjuverkinu í Lundúnum á laugardag, hefur hlotið viðurnefnið „Ljónið á Lundúnabrúnni“ fyrir hugrekki sitt. Meira »

Vissi lítið um hryðjuverkaskýrslu

6.6. Skuggaráðherra breska Verkamannaflokksins í innanríkismálum, Diane Abbott, átti ekki sjö dagana sæla í viðtali á sjónvarpsstöðinni Sky í gærkvöldi þegar hún var spurð út í skýrslu um aðgerðir gegn hryðjuverkum í London sem unnin var að beiðni borgarstjórans Sadiqs Khan og birt í október á síðasta ári. Meira »

Lést vegna fjöláverka

22.6. Karlmaður sem lést er maður ók viljandi á hóp múslima skammt frá mosku í London lést vegna fjölda áverka sem hann hlaut að því er fram kemur í krufningarskýrslu. Meira »

„Sonur minn er ekki hryðjuverkamaður“

20.6. Móðir árásarmannsins sem ók sendi­bif­reið inn í hóp fólks fyr­ir utan Fins­bury Park-mosk­una í London á sunnudag segir son sinn eiga við vandamál að stríða, en hann sé ekki hryðjuverkamaður. Meira »

Birta myndband af árásarmanninum

19.6. Breskir fjölmiðlar hafa birt myndband sem sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn sem ók sendibifreið inn í hóp fólks fyrir utan Finsbury Park-moskuna í London í gær. Maðurinn hafði reynt að flýja vettvang en í myndbandinu má sjá fólk halda honum niðri þar til lögregla mætti á svæðið. Meira »

Hverfisbúar óttaslegnir í kjölfar árásar

19.6. Fólkið sem varð fyrir árás fyrir utan mosku í London skömmu eftir miðnætti í nótt var að aðstoða mann sem hafði hnigið niður á gangstéttina. Árásarmaðurinn ók sendibifreið inn í hópinn. Einn lést og tíu særðust, þar af tveir mjög alvarlega. Meira »

Árás við mosku í London

19.6. Einn lést og tíu særðust þegar sendibifreið var ekið á gangandi vegfarendur skammt frá mosku í norðurhluta London skömmu eftir miðnætti í nótt. 48 ára gamall maður er í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Meira »

Gerðu vestin úr brúsum og límbandi

11.6. Vesti hryðjuverkamannanna í London sem drápu átta manns fyrir rúmri viku voru eftirlíkingar af sprengjuvestum. Þau voru gerð úr vatnsflöskum, svörtu límbandi og leðurólum. Meira »

Hetja lamdi árásarmenn með hjólabretti

10.6. Ignacio Echeverria, spænskur hjólabrettakappi og starfsmaður HSBC banka í London, sem lést þegar hryðjuverkmenn réðust á saklausa borgara á Borough matarmarkaðnum og Londonbrúnni þann 3. júní síðatliðinn, verður sæmdur heiðursorðu af forsætisráðherra Spánar fyrir hetjudáð sína. Meira »

Þrír handteknir í London

7.6. Þrjár manneskjur voru í kvöld handteknar í tengslum við hryðjuverkaárásina í London síðasta laugardag, samkvæmt bresku lögreglunni. Meira »

Lögreglan sprengir í Lundúnum

7.6. Mikill viðbúnaður er í Lundúnum þar sem breska lögreglan hefur nýlokið stýrðri sprengingu við byggingu sem ætlað er að hýsa nýtt sendiráð Bandaríkjanna þar í borg. Hafði hún verið kölluð á vettvang vegna tilkynningar um tvær mannlausar bifreiðar við bygginguna. Meira »

Átta látnir eftir hryðjuverkin

7.6. Fjölskylda Söru Zelenak, ástralskrar 21 árs konu, er harmi slegin eftir að hún lést í árásinni í Lundúnum á laugardag. Lík áttunda fórnarlambsins, Xavier Thomas, fannst í Thames-ánni í gærkvöldi. Meira »

Öryggi framar mannréttindum

7.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst strax á föstudaginn, daginn eftir þingkosningarnar í landinu, herða aðgerðir breskra stjórnvalda vegna mögulegra hryðjuverka haldi Íhaldsflokkur hennar meirihluta í neðri deild breska þingsins. Meira »

Þrítugur maður handtekinn í London

7.6. Breska lögreglan hefur handtekið þrítugan karlmann í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í London um síðustu helgi þegar sjö manns létust og 48 særðust. Meira »

Hættustig á Íslandi „í meðallagi“

6.6. Verklag vegna hryðjuverks eða ódæðisverks í nágrannaríki var virkjað hjá embætti ríkislögreglustjóra á Íslandi um helgina í kjölfar árásarinnar í London. Meira »

Vinnubrögð verði endurskoðuð

6.6. Breska leyniþjónustan MI5 mun endurskoða vinnubrögð sín í kjölfar hryðjuverksins í London. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í kjölfar frétta af því að leyniþjónustan vissi af tveimur af þeim þremur árásarmönnum sem frömdu hryðjuverkið. Meira »

27 ára maður handtekinn

6.6. Breska lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan mann í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í London um helgina.  Meira »