Öræfajökull

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Dýpkaði um rúma 20 metra á 9 dögum

7.12. „Jarðhitinn er enn þá til staðar og það sýnir að það er langt í frá eðlilegt ferli þarna. Þetta er ekki einstakur atburður,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um stöðuna í Öræfajökli. Meira »

50 skjálftar mældust í Öræfajökli

28.11. Tæplega 50 jarðskjálftar mældust í Öræfajökli dagana 20. til 26. nóvember. Það er nokkuð meira en í síðustu mælingu þegar 35 skjálftar mældust þar. Stærsti skjálftinn mældist 1,9 að stærð í hádeginu á sunnudaginn. Meira »

Brýnt að bæta símasambandið

28.11. Gloppótt símasambandi og misvísandi fjölmiðlaumfjöllun er meðal þess sem ferðaþjónustufólk hefur áhyggjur af. Á milli fimmtíu og sextíu manns í ferðaþjónustu í Öræfum og nágrenni komu saman á fundi í Freysnesi í morgun þar sem öryggi íbúa og ferðamanna í grennd við Öræfajökul var til umræðu. Meira »

Boða íbúa við jökulinn á fund

27.11. Í kvöld verður haldinn íbúafundur í Hofgarði í Öræfum vegna Öræfajökuls. Vísindamenn fara yfir stöðuna og fulltrúar almannavarna kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar. Meira »

Tengsl milli jöklabráðnunar og eldgosa

23.11. Vísbendingar eru um að tengsl geti verið á milli jöklabreytinga og eldgosa í Öræfajökli. Dr. Hjalti J. Guðmundsson, landfræðingur og skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, skrifaði á sínum tíma doktorsritgerð um jöklabreytingar og gjóskulagafræði Öræfasveitar á nútíma. Meira »

Frestuðu Öræfajökulsfundi vegna veðurs

22.11. Íbúafundur sem lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnarnefnd Hornafjarðar ætluðu að halda í gærkvöldi vegna Öræfajökuls var frestað vegna veðurs. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

21.11. Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Skoða jökulinn úr geimnum

21.11. Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

20.11. „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Fundað um Öræfajökul í dag

20.11. Fundað verður um stöðu mála í Öræfajökli hjá Almannavörnum klukkan 11.00. Að sögn Hjálmars Björgvinssonar, deildarstjóra hjá Almannavörnum, er fyrst og fremst um stöðufund að ræða þar sem farið verður yfir gögn og bækur bornar saman. Meira »

Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

19.11. Engar ákvarðanir voru teknar á fundi Almannavarna nú í kvöld varðandi Öræfajökul. Óvissuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vísindamenn Jarðvísindastofnunar í dag unnið að því að rannsaka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og Al­manna­varna yfir jökulinn í gær. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

19.11. Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

18.11. Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

18.11. Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Heldur áfram að dýpka og stækka

7.12. Sigketillinn í öskju Öræfajökuls heldur áfram að dýpka og stækka í samræmi við viðvarandi aukna jarðhitavirkni. Þetta sýna nýjustu mælingar í sigkatlinum og ennfremur að vatn renni frá honum. Meira »

Hundrað metrar niður á vatn

30.11. Mælingar jarðvísindamanna við Háskóla Íslands benda til að í syðri sigkatli Bárðarbungu séu um 100 metrar niður á vatn.  Meira »

Útbúa kort vegna Öræfajökuls

28.11. Póst- og fjarskiptastofnun hefur unnið að því að setja saman kort yfir dreifingu símasambands í Öræfasveit hjá öllum fjarskiptafélögunum. Á kortinu, sem líklega verður tilbúið á morgun, verða einnig niðurstöður úr mælingum sem stofnunin hefur gert á vegakerfinu á svæðinu. Meira »

Með áhyggjur af stuttum viðbragðstíma

27.11. Á annað hundrað manns mættu á íbúafund sem var haldinn í Hofgarði í Öræfum vegna Öræfajökuls. Vísindamenn fóru yfir stöðuna og Lögreglan á Suðurlandi kynnti vinnu vegna neyðarrýmingaráætlunar sem var gefin út fyrir helgi. Meira »

Grannt fylgst með jöklinum

27.11. Óvissustig er í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli síðustu daga. „Við förum ekki á gult stig nema það sé eitthvað mikið að gerast,“ segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Minna rennsli í Kvíá bendir til rénunar

22.11. Minna rennsli var í Kvíá, sem kemur undan Kvíárjökli í suðurhluta Öræfajökuls, á mánudagsmorgun en dagana á undan. Það bendir til þess að rennslið sé í rénun og að dregið hafi úr jarðhita á svæðinu. Meira »

Neyðarrýmingaráætlun gefin út í dag

22.11. Neyðarrýmingaráætlun verður að öllum líkindum gefin út í dag vegna Öræfajökulssvæðisins.  Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

21.11. Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

21.11. Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

20.11. „Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Meira »

Óttast ekki hið ókomna

19.11. „Það eru allir afskaplega rólegir fyrir þessu,“ segir Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hefur í Öræfajökli. Sigrún hefur lifað góðu samlífi við jökulinn alla sína ævi og býst ekki við að það muni breytast í bráð. Hún fylgist þó grannt með gangi mála. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

19.11. „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

19.11. Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18.11. Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

18.11. Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »