Svæði mótmælenda rýmt af lögreglu

Lögreglan handtók nemendur í George Washington-háskóla.
Lögreglan handtók nemendur í George Washington-háskóla. AFP/John Macdougall

Lögreglan í Washington hefur rýmt svæði við George Washington-háskóla þar sem mótmælendur aðstæðnanna í Palestínu tjölduðu.

Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan fjögur um nótt og lögreglan handtók fjölda nemenda.

Samkvæmt skólablaði sem skrifað er af nemendum mættu hundruð lögreglumanna, handtóku og notuðu piparúða á nemendur.

Lögreglan skrifaði í yfirlýsingu að hún hefði reynt að rýma svæðið án þess að handtaka en miðað við atvik og upplýsingar hefur verið stöðug stigmögnun í ófyrirsjáanleika mótmælanna.

Seinna sama dag áttu borgarstjóri og lögreglustjóri Washington DC að bera vitni í þinginu og útskýra af hverju það hefði tekið svona langan tíma að rýma svæðið sem nemendur hefðu verið að tjalda á í rúma viku.

Mótmælum hefur fjölgað

Á undanförnum vikum hefur mótmælum fyrir Palestínu í háskólum í Bandaríkjunum fjölgað þar sem nemendur mótmæla fjárhagslegum tengslum háskóla þeirra við vopnaframleiðslu og ísraelskar stofnanir.

Columbíu-háskóli í New York hefur hafið umfjöllun vegna mótmælanna sem hafa verið að eiga sér stað í háskólanum. Í síðustu viku voru a.m.k. hundrað nemendur þeirra handtekin vegna mótmæla.

Á mánudaginn aflýsti skólinn útskriftarathöfninni sem átti að eiga sér stað þann 15. maí og vitnaði í öryggisáhyggjur. Nemendur skólans hafa gagnrýnt þessa ákvörðun og kallað hana öfgakennda.

Fordæmdi gyðingahatur

Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, fordæmdi aukið gyðingahatur í ræðu sinni á þriðjudaginn.

Mótmælendur segja að þeir fordæmi einnig gyðingahatur líka og að fólk sé að rugla saman gagnrýni á Ísrael og gyðingahatri.

Joe Biden fordæmdi gyðingahatur í ræðunni sinni á þriðjudaginn.
Joe Biden fordæmdi gyðingahatur í ræðunni sinni á þriðjudaginn. AFP/Andrew Caballero-Reynolds
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert