Með frátekið sæti hjá Carlin

Kristján Einar l.t.h. á verðlaunapalli í Monza í formúlu-3 þar …
Kristján Einar l.t.h. á verðlaunapalli í Monza í formúlu-3 þar sem hann ók hjá Carlin. mbl.is/fota

Upphafleg keppnisáætlun Kristjáns Einars var að halda áfram hjá Carlin og keppa í alþjóðaflokki mótaraðarinnar 2009. En málin tóku óvænta stefnu, að hluta er snurða hljóp á þráðinn í sambúð Íslendinga og Breta vegna bankakreppunnar. Á sama tíma kom Newman Wachs liðið bandaríska hins vegar inn í myndina á sama og hjólin tóku að snúast varðandi keppni í Bandaríkjunum.

Af framangreindum ástæðum var ákveðið að Kristján Einar sleppti lokakeppni bresku formúlunnar. Sömu helgi var hann mættur með sínu fólki til Bandaríkjanna á nýjan leik og nú til funda með heilsuvöruframleiðandanum Now um framtíðarsamstarf í kappakstri.

„Við hittum Newman Wachs liðið á keppnishelgi í byrjun september, skoðuðum allar aðstæður og eyddum drjúgum tíma með liðsstjórum og öðrum eigandanum, Eddie Wachs. Menn voru ekkert of mikið að ræða um kappakstur, vissu greinilega það helsta um mig frá Bretlandi, höfðu skoðað tækniskjölin, klippur úr keppnum og hringt eitt eða tvö símtöl til Bretlands. Þeir höfðu fyrst og fremst áhuga á að sjá hvort að maður væri þokkalega þroskaður og með kollinn í lagi,” segir Kristján Einar um fyrstu kynni sín af Newman Wachs-liðinu.

Viku eftir heimsóknina var honum tjáð, að eigendurnir tveir, Paul Newman og Eddie Wachs hefðu valið hann einn þeirra fimm sem ætti að prófa fyrir næsta keppnistímabil – úr rúmlega 30 ökumanna hópi. Skömmu síðar lést Paul Newman af krabbameini.

Því er við þetta að bæta - og sýnir sitt um álit þeirra á Kristjáni Einari - að Carlin-liðið hefur haldið fráteknu sæti fyrir hann hjá sér fyrir næsta ár, ef svo ólíklega vildi til að aðstæður breyttust og hann gæti keppt í Bretlandi aftur. Það var hins vegar í fullu samráði við stjórnendur Carlin að viðræður hans við Newman Wachs fóru í gang.

Kristján Einar á leið út úr fyrstu beygju í Monza.
Kristján Einar á leið út úr fyrstu beygju í Monza. mbl.is/fota
Kristján Einar í Monza.
Kristján Einar í Monza. fota
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert