Stoðir: Afborganir 3,8 milljarðar

Stoðir hf. hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að það sé rangt sem komið hafi fram hjá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, í blaðinu og á Stöð 2 í gærkvöldi, að skuldir Stoða, sem greiða þurfi fyrir áramót, nemi 130 milljörðum króna. Hið rétta sé að afborganir af lánum Stoða sem koma til gjalddaga síðustu þrjá mánuði ársins nemi alls 3,8 milljörðum.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Í viðtali á Stöð 2 í gær og í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag heldur Agnes Bragadóttir því fram að skuldir Stoða, sem greiða þurfi fyrir áramót, nemi 130 milljörðum króna. Hið rétta er að afborganir af lánum Stoða sem koma til gjalddaga síðustu þrjá mánuði ársins 2008 nema alls 3,8 milljörðum króna (3.796 milljónir m.v. 26.09.08). Hér skeikar rúmlega 126 milljörðum króna.

Á óvissutímum í efnahagslífi er mikilvægt að rétt sé farið með upplýsingar. Reyndur blaðamaður á borð við Agnesi Bragadóttur hefði auðveldlega getað fengið réttar upplýsingar um skuldir Stoða, t.d. með því að skoða síðasta árshlutareikning Stoða á vef félagsins eða með því að hafa samband við Stoðir. "

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK