Vinsælustu uppskriftirnar 2014

Guðdómlegar kökur úr smiðju Berglindar Guðmundsdóttur.
Guðdómlegar kökur úr smiðju Berglindar Guðmundsdóttur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Það er áhugavert að taka saman vinsælustu uppskrifirnar 2014. Smartland Mörtu Maríu rekur einn öflugasta matar- og uppskriftavef landsins þar sem er að finna yfir 3000 uppskriftir. Allt frá súperhollum morgunmat fyrir „vegan“ upp í sykurhúðað sætabrauð og auðvitað allt þar á milli. Hægt er að nota vefinn eins og uppflettirit en ef fólk er að leita að kjúklingarétt er nóg að slá inn leitarorðinu „kjúklingur“ og þá birtast ótal uppskriftir. Einnig er hægt að fletta upp einstökum hráefnum eins og sykur og þá koma allar uppskriftir sem innihalda það hráefni. 

Það sem er gaman að sjá er hvað lesendur höfðu mestan áhuga á að lesa um þegar koma að uppskriftum og auðvitað prófa. 

Vandræðalega góð taílensk kjúklingasúpa 

Berg­lind Guðmunds­dótt­ir mat­ar­blogg­ari á Gul­ur, rauður, grænn og salt eyddi jól­un­um á Taílandi þar sem hún fékk mik­inn inn­blást­ur. Eft­ir að hún kom heim prófaði hún að gera ekta taí­lenska kjúk­lingasúpu með hnetu­smjöri og rauðu karríi. 

Morgungrautur sem enginn fær leiða á Þetta er morgungrauturinn sem ég sjálf lifi á. Ég bý hann til daglega og fæ ekki nóg. Þessa uppskrift nota ég sem grunn og svo poppa ég hana upp með ólíkum ávöxtum eða jafnvel hreinu kakódufti ef ég er í brjáluðu stuði. 

Heimsins besti kjúklingur Þessi uppskrift fór reyndar á vefinn í apríl 2013 og var afar vinsæl allt það ár og vinsældirnar héldu svo áfram 2014. 

Mexíkósk kjúklingasúpa Evu Laufeyjar Íslendingar eru greinilega mjög hrifnir af mexíkóskum súpum eins og sést á vinsældum þessarar uppskriftar. 

Fáránlega góð döðlu- og karamellukaka Þessi uppskrift sló algerlega í gegn en hún kom inn á vefinn í september 2014. 

Heimsins besti föstudagskjúklingur Dröfn Vilhjálmsdóttir matarbloggari á Eldhússögum er höfundur þessa vinsæla kjúklingarétts sem fékk landsmenn til að sleikja út um á árinu sem er að líða. 

„Segðu bara að þetta sé bökuð hráfæðiskaka“ „Það er afar gam­an að fara í kaffi- eða mat­ar­boð til Sigrún­ar Hjálm­týs­dótt­ur söng­konu og henn­ar fjöl­skyldu. Diddú bjó lengi á Ítal­íu og heillaðist þar, eins og fleiri, af mat Miðjarðar­hafs­ins. „Segðu bara að þetta sé bökuð hrá­fæðisterta,” sagði Diddú aðspurð um tert­una og hló svo hátt að und­ir tók í daln­um. Ef það er rétt að hlát­ur­inn lengi lífið þá má gera ráð fyr­ir að Diddú lifi næstu alda­mót,“ seg­ir Al­bert Ei­ríks­son mat­ar­blogg­ari.

Dásamleg döðlukaka „Þeir sem þekkja mig vita hversu mik­ill sæl­keri ég er en ég er mikið fyr­ir kök­ur og súkkulaði og finnst ynd­is­legt að geta bakað og notað holl­ara hrá­efni sem fer bet­ur með lík­amann og blóðsyk­ur­inn. Það er nefni­lega orðið svo auðvelt nú til dags að skipta út ein­hverju óhollu í upp­skrift og setja í staðinn t.d. holl­ara mjöl eins og gróft heil­hveiti, gróft spelt eða möndlu­hveiti,“ segir Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir. 

Frábær fjölskyldufiskur í ofni Dröfn Vil­hjálms­dótt­ir mat­ar­blogg­ari á Eld­hús­sög­um úr Kleif­ar­sel­inu út­bjó girni­leg­an fisk­rétt með bei­koni, epl­um og osti.

Það fá allir vatn í munninn yfir þessum Ef það er eitt­hvað sem er erfitt að stand­ast svona síðdeg­is á miðviku­degi þá eru það þess­ir girni­legu snickers­bit­ar frá Dröfn Vil­hjálms­dótt­ur mat­ar­blogg­ara í Eld­hús­sög­um.

Taílensk kjúklingasúpa.
Taílensk kjúklingasúpa. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert