„Er ég klikkaður að hafa þessar langanir“

Ragnheiður Eiríksdóttir.
Ragnheiður Eiríksdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ragga Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur sem er með samskiptavefinn raggaeiriks.com svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér svarar hún fyrirspurn frá rúmlega fertugum manni sem lifir tvöföldu lífi. 

Sæl Ragga

Ég er karlmaður sem er á fyrri hluta fimmta tugarins. Það sem mig langar til að spyrja þig vegna lesturs greinar þinnar um blæti er eftirfarandi:

Ég er búinn að vera giftur og með sömu konunni í 20 ár núna. Við eigum tvær flottar unglingsstelpur saman. Við lifum alveg ágætu kynlífi. Það er samt ekki nóg fyrir mig og mínar langanir.

Ég bý erlendis og fjölskyldan er á Íslandi. Er í góðri stöðu og með góð laun. Kem oft til Íslands til að hitta fjölskyldunna.

Þegar ég flutti út byrjaði ég að halda framhjá konu minni og finnst það mjög leiðinlegt og skammast mín fyrir það. Var samt í fyrsta skipti á ævinni sem ég gerði það.  Ég get samt ekki hætt því þar sem ég hef mjög mikla sénsa í konur þar sem ég bý, alveg í konur sem eru 20 árum yngri en ég sjálfur. Þetta er samt ekki nóg þar sem mig langar og hef mikinn áhuga á konum sem eru pönkaðar og villtar. Þeim mun druslulegri og meiri pönkarar þá verður áhugi minn meiri. Hef oft látið mig dreyma um að eiga vinkonu sem væri algjör pönkari, villt og klæddi sig alltaf þannig. Rifin föt, leðurjakki, máluð eins og pönkarar mála sig. Væri til í kynlíf i húsasundum, almennings- og kirkjugörðum. Ég myndi ekki vilja vera i sambandi við þessar týpur af konum þar sem þær væru líklega of villtar fyrir mig og ég þarf að passa upp á hverja ég umgengst vegna vinnu minnar. Vil bara spennu og kynlífssamband með þeim.

Einnig myndi ég vilja geta verið sjálfur eins og drusla um helgar, þ.e klæddur eins og einhver pönkkóngur um helgar þegar ég hitti þær en finnst það einnig spennandi hugsun að vera jakkafataklæddur við svona hittinga.

Ég vil samt ekki að þær séu eins og maður getur séð pönkara setta upp i klámmyndum með einhverjar hettur á sér eða þess háttar.

Er ég klikkaður að hafa þessar langanir og á ég að reyna að bæla þær niður. Á ég að láta þetta eftir mér?

Herra pönkari.

Kæri Herra pönkari

Takk fyrir þessa viðamiklu og marglaga spurningu. Þú kemur inn á svo mörg athyglisverð málefni, t.d. sambandsleiða, framhjáhald, fantasíur, blæti, drottnun, sýniþörf… vó, það er svo gasalega margt athyglisvert þarna!

Í fyrsta lagi ætla ég ekki að taka afstöðu til framhjáhaldsins eða þessa gífurlega séns sem þú hefur á erlendri grundu og gerir það að sjálfsögðu að verkum að þú neyðist til að halda því áfram. Samt einn punktur, ekki reyna að segja sjálfum þér að þú bara neyðist til að halda því áfram út af öllum þessum séns - ef þú skammast þín finnst mér frekar að það ætti að vera vegna konunnar þinnar sem hefur ekki hugmynd um að hún sé í opnu sambandi. Reyndar vona ég smá að hún eigi sjálf sjóðheita, unga, íslenska elskhuga sem hún hittir í lostafullum leikjum þegar þú ert að jakkafatast eitthvað í útlöndum. En ókei ekki meira um það! (æ ég tók eiginlega afstöðu… samt…)

Þú lýsir fantasíum sem snúast um eitthvað sem líklega er svoldið tabú í þínu lífi. Þú ert snyrtilegur maður í svaka fínum jakkafötum í góðri útlenskri stöðu. Mögulega ertu alinn upp í Garðabæ og varst í bekk með Bjarna Ben. Þú tókst strætó á Hlemm á kynþroskaskeiðinu og sást druslulega pönkara baðaða í Patchouli í brjáluðum sleik aftast í vagninum. Það kveikti losta í þínum ungu lendum. Svo lastu um Lisbeth Salander einhverju sinni þegar þú beiðst eftir flugi og fantasían lifnaði við. Þegar þú sást myndirnar um ofursvölu og sexí pönkstelpuna hans Mikaels Blomquist í bíó fékkstu líklega bóner.

Tabú eru heillandi og stundum ómótstæðileg. Við löðumst að því sem er smá hættulegt og bannað. Hræðsla æsir og kemur adrenalíninu af stað í líkamanum. En það er meira þarna, þú þráir kynlíf á hættulegum stöðum, þar sem einhver gæti komið að þér hamrandi pönkarastelpuna aftanfrá upp við legstein. Þú ert líka spenntur fyrir að drottna, vilt vera pönkarakóngurinn eða jakkafatagaurinn sem er stéttarlegri skör ofar settur druslulegu pönkarastelpunni og ríður henni eins og valdamanni sæmir. Það sem þú vilt er hlutverkaleikur og hér er fréttaskot til þín; það er til FULLT AF FÓLKI sem fokking elskar hlutverkaleiki. Taktu þér nú frí í vinnunni einn eða tvo daga og skráðu þig á Fetlife - það er svona facebook fyrir fólk sem fílar skapandi kynlíf. Skoðaðu hópana og umræðuþræðina sem fjalla um allar mögulegar tegundir blætis sem þú getur ímyndað þér. Tékkaðu á fólki. Hver veit nema þú hittir konu þar inni sem þráir að klæða sig eins og slöttí pönkari og láta ríða sér í kirkjugarði? Hver veit nema hún sé hin stillta og prúða eiginkona þín?

Svo til að taka aðeins saman í lokin eru hér mín ráð til þín:

1. Hættu að vorkenna þér fyrir að vera það gasalega hot að þú neyðist út í framhjáhald. Ef þú velur að halda framhjá skaltu gangast við valinu.

2. Drífðu þig á fetlife og lestu þér til um fantasíur, blæti, drottnun/undirgefni og skyld málefni.

3. Ákveddu sjálfur hvort þú ætlar að láta fantasíuna rætast - það er einfaldara en þú heldur.

4. Pönkstelpur geta verið ógeðslega klárar, siðprúðar og hugrakkar rétt eins og jakkafatamenn í vel launuðum stöðum geta verið vitlausir, siðspilltir og fullir af heigulshætti.

5. Ekki afskrifa að konan þín sé mögulega ennþá meira skapandi í sínum fantasíum en þú ert.

Gangi þér sjúklega vel,

Ragga 

www.raggaeiriks.com 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Sendu Röggu spurningu HÉR.

Ragnheiður Eiríksdóttir.
Ragnheiður Eiríksdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál