Stanslaust partýstuð á Meyjunni í júlí

Meyjan þarf að mæta í mörg partý og veislur í …
Meyjan þarf að mæta í mörg partý og veislur í júlí, það verður nóg að gera. mbl.is

Kæra Meyja

Seinasti mánuður var uppfullur af breytingum í vinnunni. Þennan mánuðinn færðu meiri tíma fyrir félagslífið. Pláneturnar eru þannig staðsettar að fjör er að færast í leikinn. Vinirnir munu eiga hug þinn allan í júlí og stemningin verður allsráðandi. Það verður svo mikið að gerast að þú þarft að velja og hafna. Í upphafi mánaðar mun rómantíkin svo ráða ríkjum, sönn ást mun jafnvel gera vart við sig.

Ef þú getur mögulega skellt þér í smá frí í fyrstu vikunni í júlí þá skaltu gera það. Taktu svo til hendinni og ljúktu við ókláruð verkefni í upphafi mánaðar. Í seinni hluta júlí átt þú nefnilega að slaka á og einbeita þér að heilsunni og útlitinu. Þá er góður tími til að breyta til.

Tímabilið frá 18. júlí til 8 ágúst ættir þú að nýta til að fara yfir ástarlífið. Þú ættir kannski að kynda undir gömlu báli eða, ef þú ert í sambandi, að skoða sambandið undir smásjá.

Eins og áður sagði verður brjálað að gera í félagslífinu sem er bara jákvætt, en þetta mun þó mögulega valda þér smá áhyggjum því þetta verður kostnaðarsamt. Ef þú ert í sambandi þá mun maki þinn mögulega ekki vera í eins miklu stuði til að skemmta sér og þú, það gæti líka valdið smá spennu. En þú munt finna lausnir á þessum vandamálum, ef vandamál skildi kalla.

Í blálok mánaðar ættir þú svo að einbeita þér aðeins að vinnunni. Farðu yfir stöðuna og kafaðu dýpra í þau verkefni sem þú tekur þér fyrir hendur. Einhver minniháttar veikindi gætu gert vart við sig en þú munt að öllum líkindum ná að jafna þig fyrir mánaðarmótin.

Spá Susan Miller má lesa í heild sinni á Astrology Zone.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál