Kristinn: Hefði viljað 4:0-sigur

Haukur Baldvinsson og Jósef Kristinn Jósefsson eigast við í leiknum …
Haukur Baldvinsson og Jósef Kristinn Jósefsson eigast við í leiknum í Grindavík. mbl.is/Víkurfréttir

„Það var ekkert annað í stöðunni en að koma og sýna að við erum í þessari titilbaráttu af alvöru, og það gerðum við,“ sagði Kristinn Steindórsson sem skoraði tvö marka Breiðabliks í 4:2-sigrinum á Grindavík í Pepsideildinni í kvöld.

Blikar töpuðu í síðustu umferð gegn Haukum mjög óvænt og það hefur því eflaust verið auðvelt fyrir þá að gíra sig upp fyrir leikinn í kvöld.

„Það var ekki erfitt, og það er svo sem sama á móti hverjum maður tapar. Það var samt lélegt að hleypa inn tveimur mörkum,“ sagði Kristinn sem kom Blikum á bragðið undir lok fyrri hálfleiks sem var ekki sérstaklega skemmtilegur.

„Það var mikil barátta í fyrri hálfleiknum og lítið um fallegan fótbolta en við náðum inn einu marki sem gaf okkur aukið sjálfstraust og var kannski smá kjaftshögg fyrir þá.

Þetta var nokkuð góður leikur hjá okkur því það er alltaf erfitt að koma hingað í Grindavík. Grindvíkingarnir eru sterkir og það er mjög gott að hafa skorað fjögur mörk en maður hefði alveg viljað að sigurinn yrði 4:0,“ sagði Kristinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert