Gúglið vellina sem lið í nágrannalöndum spila á

Heimavöllur danska knattspyrnufélagsins SönderjyskE, Sydbank Park, en liðið leikur í …
Heimavöllur danska knattspyrnufélagsins SönderjyskE, Sydbank Park, en liðið leikur í dönsku B-deildinni. Ljósmynd/SönderjyskE

„Það er alveg sama hvert við komum, í hvaða land, hvaða borg, hvaða bæ. Það eiga allir flottari fótboltavelli en við.“

Þetta sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, við RÚV í gær, í framhaldi af því að hann baunaði hressilega á Ásmund Einar Daðason ráðherra íþróttamála eftir sigur liðsins gegn Wales í Þjóðadeildinni í Cardiff á föstudagskvöldið.

Hvöss skeyti Þorsteins til ráðherrans voru athyglisverð en ekki síður ofangreind ummæli hans um vellina þar sem Ísland hefur dregist aftur úr öllum Evrópuþjóðum.

Gúglið vellina sem lið í næstefstu deildum grannþjóðanna, eins og til dæmis Start í Noregi, Öster í Svíþjóð og SönderjyskE í Danmörku, spila á. Þá sjáið þið hvað Þorsteinn er að tala um.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert