Flest lið munu lenda í vandræðum fyrir vestan

„Liðin hans Davíðs Smára hafa verið skipulögð, þétt til baka og mjög beinskeytt fram á við,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu þegar rætt var um Vestra.

Vestra er spáð 11. sæti deild­ar­inn­ar og falli í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í 4. sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og hafði betur gegn Aftureldingu í umspili um sæti í efstu deild.

Skrítið að segja það

„Það er skrítið að segja það en ég hef ekkert rosalega miklar áhyggjur af Vestra fyrir þetta tímabil,“ sagði Aron Elvar.

„Það eru ekki mörg lið sem fara vestur og sækja sigur, það munu flest lið lenda í vandræðum þarna, ég get nánast lofað ykkur því,“ sagði Aron Elvar meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild karla má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Davíð Smári Lamude og lærisveinar hans í Vestra fagna sigri …
Davíð Smári Lamude og lærisveinar hans í Vestra fagna sigri gegn Aftureldingu í umspilinu síðasta haust. mbl.is/óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert