Spá mbl.is: Ellefta sætið

Vestramenn fögnuðu Bestudeildarsætinu innilega eftir sigurinn á Aftureldingu á Laugardalsvellinum …
Vestramenn fögnuðu Bestudeildarsætinu innilega eftir sigurinn á Aftureldingu á Laugardalsvellinum í hausts. mbl.is/Óttar Geirsson

Vestri frá Ísafirði hafnar í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili samkvæmt spá Morgunblaðsins og mbl.is.

Vestri fékk 60 stig í spánni og mun samkvæmt því falla niður í 1. deildina í haust ásamt HK.

Þetta er í fyrsta sinn í 41 ár sem Vestfirðingar eiga lið í efstu deild karla en ÍBÍ lék þar árin 1982 og 1983. Vestri hafnaði í fjórða sæti 1. deildar í fyrra en vann umspilið um sæti í Bestu deildinni og lagði þar Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvellinum.

Vestramenn hafa styrkt sig nokkuð frá síðasta tímabili og hafa fengið tvo heimamenn í sínar raðir, framherjana Andra Rúnar Bjarnason frá Val og Pétur Bjarnason frá Fylki, auk þess sem miðvörðurinn reyndi Eiður Aron Sigurbjörnsson er kominn frá ÍBV. Þá er nýr markvörður Vestra, Svíinn William Eskelinen, með talsverða reynslu úr úrvalsdeildunum í Danmörku og Svíþjóð.

Iker Hernández, Spánverjinn sem skaut Vestra upp í Bestu deildina síðasta haust, er farinn heim ásamt þremur öðrum erlendum leikmönnum sem voru í röðum liðsins í fyrra.

Davíð Smári Lamude er að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Vestra.

Komnir:
Eiður Aron Sigurbjörnsson frá ÍBV
Gunnar Jónas Hauksson frá Gróttu
William Eskelinen frá Örebro (Svíþjóð)
Vladan Djogatovic frá Magna
Jeppe Gertsen frá Fredericia (Danmörku)
Andri Rúnar Bjarnason frá Val
Pétur Bjarnason frá Fylki
Friðrik Þórir Hjaltason frá KFK

Farnir:
Guðmundur Páll Einarsson í KFG
Deniz Yaldir í Gamla Upsala (Svíþjóð)
Iker Hernández í Calahorra (Spáni)
Rafael Broetto, óvíst
Mikkel Jakobsen, óvíst

Fyrstu leikir Vestra:
  7.4. Fram - Vestri
13.4. Breiðablik - Vestri
21.4. KA - Vestri
28.4. Vestri - HK (leikið í Laugardal)
  4.5. FH - Vestri

Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 ??
5 ??
6 ??
7 ??
8 ??
9 ??
10 ??
11 Vestri 60
12 HK 56

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert