Snýr aftur eftir líkamsárás

AFP

Píluspilarinn Kim Huybrechts undirbýr endurkomu sína eftir alvarleg meiðsli en Belginn hlaut þau í slagsmálum eftir bikarúrslitaleik í fótbolta í heimalandinu.

Huybrechts styður knattspyrnulið Antwerpen og mætti á bikarúrslitaleik liðsins gegn Union Saint-Gilloise ásamt vinum sínum. Antwerpen tapaði leiknum með einu marki gegn engu en Huybrechts og félagar lentu í ryskingum við hóp ungmenna ásamt öðrum stuðningsmönnum Antwerpen.

Það fór ekki betur en svo að píluspilarinn viðbeinsbrotnaði á tveimur stöðum ásamt meiðslum á kasthendinni og hefur því verið frá keppni í rúman mánuð. Huybrechts er ekki í ásigkomulagi til að kasta pílu enn sem komið er en hann stefnir á að taka þátt í móti síðar í mánuðinum.

Huybrechts er 38 ára gamall og er á 35. sæti heimslistans. Hann náði góðum árangri árið 2012 þegar hann mætti sjálfum Phil Taylor í úrslitaleik Players Championship en þurfti að sætta sig við tap.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert