Lýsendur eigi að fá að blóta

Tyldesley vill nota blótsyrði til að lýsa mörkum og mistökum
Tyldesley vill nota blótsyrði til að lýsa mörkum og mistökum AFP/Paul Ellis

Clive Tyldesley segir að þulir eigi að fá að blóta í lýsingum á fótboltaleikjum án þess að eiga á hættu að missa starfið, að minnsta kosti einu sinni á ári.

Tyldesley er ein þekktasta röddin í enskum fótbolta en hann lýsti leikjum fyrir sjónarpsstöðina ITV í rúm tuttugu ár og talaði inn á FIFA tölvuleikina í áratug. Tyldesley á fimm heimsmeistaramót, fimm Evrópumót og sautján úrslitaleiki í Meistaradeild Evrópu á ferilskránni.

Í Football Authorities hlaðvarpinu á dögunum sagði Tyldesley lýsendur þurfa að geta notað ákveðið orð (sem byrjar á F) í lýsingum á knattspyrnuleikjum. 

„Ég held að í það minnsta einu sinni á tímabili ættum við að fá að nota F-orðið án þess að vera reknir. Sum mörk, augnablik og klúður þurfa blótsyrði, aðal blótsyrðið, til að ná utan um augnablikið. Ég þyrfti að velja augnablikið vel en stundum þarftu bara að skýra frá því sem þú sérð“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert