Button ítrekar ásetning um að yfirgefa BAR

Jenson Button og liðsstjóri BAR-liðsins, Dave Richards, hittust í gær, sunnudag, vegna deilunnar um meinta ráðningu Buttons til Williams á næsta ári. Staðfesti Button þann ásetning sinn á fundinum með Richards.

Í yfirlýstinu eftir fundinn sagði Button að viðræður þeirra Richards hefðu farið vel fram og, miðað við aðstæður, verið „uppbyggilegar.“

„David velkist ekki í vafa um ásetning minn að snúa aftur til Williams á næst ári. Samningar mínir gera mér það kleift. Ég hef einnig leitt í ljós að það geri ég ekki vegna peninga. Hvötin er einfaldlega sá ásetningur minn að verða heimsmeistari. Ásetningur sem jafn kappsfullur maður og hann er hefur án efa fullan skilning á. Ágreiningur okkar er hvort þessum metnaði yrði betur fullnægt hjá Williams eða BAR, en ég hef tekið mína ákvörðun um það,“ sagði Button.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert