Þrætan um Button dregst á langinn

Margir bíða lykta þrætunnar um Jenson Button.
Margir bíða lykta þrætunnar um Jenson Button. mbl.is/barf1

Bið verður á því að staða Jensons Button komist á hreint því samningsréttarráðið sem sker úr um réttarstöðu hans í þrætu BAR og Williams um þjónustu hans kemur ekki saman fyrr en í lok október.

Fundi ráðsins sem ráðgerður var eftir 10 daga hefur nú verið frestað um mánuð vegna anna viðkomandi lögmanna. Því kemur ekki í ljós fyrr en í lok október hvort Button ekur fyrir Williams eða BAR á næsta ári, 2005.

Margir bíða eftir niðurstöðu málsins, hún kemur til með að hafa talsverð áhrif á ökuþóramarkaði en fjöldi ökuþóra eygir nokkur keppnissæti sem enn eru laus, eða í óvissu vegna mála Button.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka