Trulli og talan 13

Trulli hefur senn 13. vertíðina í formúlu-1.
Trulli hefur senn 13. vertíðina í formúlu-1. ap

Jarno Trulli segist ganga til þrettándu keppnistíðar sinnar í formúlu-1 með því hugarfari og sjálfstrausti, að hann muni í ár vinna fyrsta sigur Toyotaliðsins í íþróttinni. Hann óttast ekki að tölunni 13 fylgi ógæfa.

Toyota hefur sjö ár að baki í formúlunni en aldrei hrósað sigri. Krafa um árangur hefur aukist ár frá ári og gerðar eru enn meiri kröfur um það nú á krepputímum.

Liðið varð í fimmta sæti í keppni bílsmiða árið 2008. Trulli varð níundi í keppni ökuþóra og liðsfélagi hans Timo Glock tíundi. Ítalski ökuþórinn telur  að 12 ára reynsla geti orðið einn sinn helsti styrkur og liðsins á komandi keppnistíð.

„Ég get þegar í stað bent á vandamál sem koma upp í bílnum,“ segir Trulli. Hann segir 2009-bílinn ekki beinlínis fallegan en segir útlitið ekki skipta öllu máli.



Trulli á ferð á 2009-Toyotunni í Portimao.
Trulli á ferð á 2009-Toyotunni í Portimao. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert