Rosberg ók hraðast á fyrstu æfingu í Silverstone

Nico Rosberg hjá Mercedes setti besta brautartímann í Silverstone í morgun, en þar fer breski kappaksturinn fram á sunnudag.

Harkalegur skellur Felipe Massa hjá Williams á öryggisvegg við Stowebeygjuna setti mark sitt á æfinguna og varð til þess að hún var stöðvuð um tíma.

Næsthraðast fór liðsfélagi hans Lewis Hamilton en á þeim munaðióvenjulega miklu, eða 0,731 sekúndu. Þriðja besta hringinn átti svo Fernando Alonso hjá Ferrari en hann var óvenju nálægt Mercedesmönnum, aðeins 0,108 sekúndu á eftir Hamilton.

Besti tími Rosberg var 1:35,424 mínútur, Hamiltons 1:36,155 og Alonso 1:36,263 mín.

Í sætum fjögur til tíu á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar voru svo þeir Daniel Ricciardo hjá Red Bull, Kimi Räikkönen hjá Ferrari, Sebastian Vettel hjá Red Bull, Jenson Button hjá McLaren Daniil Kvyat hjá Toro Rosso, Jean-Eric Vergne hjá Toro Rosso og Kevin Magnussen hjá McLaren.

Skoska konan Suzie Wolff ók fyrir Williams en kláraði aðeins fjóra tímahringi og átti lakasta tímann. Var hún tveimur sekúndum lengur með hringinn en næsti maður á undan en flestallir ökumenn ók mun fleiri hringi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert