Gascoigne gekkst undir bráðaaðgerð

Paul Gascoigne.
Paul Gascoigne.

Paul Gascoigne, sem eitt sinn lék með enska landsliðinu í knattspyrnu, gekkst í gær undir bráðaaðgerð vegna blæðandi magasárs. Að sögn Sky fréttastofunnar veiktist Gascogine þegar hann var að halda upp á fertugsafmæli sitt með fjölskyldu og vinum í bænum Gateshead þar sem hann býr.

Umboðsmaður Gascoigne sagði að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna mikilla magaverkja. Hann hefði síðan gengist undir aðgerð og verði á sjúkrahúsi í nokkra daga en sé á batavegi.

Gascoigne lék m.a. með Newcastle, Tottenham og skoska liðinu Glasgow Rangers. Þá lék hann 57 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim 10 mörk.

Eftir að Gascoigne hætti keppni hefur hann átt við ýmsa erfiðleika að stríða, þar á meðal áfengisvandamál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert