Ættum að öllu eðlilegu að eiga í fullu tré við Norðmennina

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari ásamt aðstoðarmönnum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

„Eiginlega hef ég haft allt of mikinn tíma til að spá og spekúlera með leikskipulag og velt hinu og þessu fyrir mér hvað það varðar,“ segir Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, en hann heldur ásamt íslenska landsliðinu til en á laugardaginn kemur mætir Ísland Noregi ytra í fyrsta leiknum í undankeppni HM.

Tilkynnti Ólafur um tvær breytingar á landsliðshópi sínum fyrir leikinn í gær. Ólafur Ingi Skúlason og Theodór Elmar Bjarnason detta út vegna meiðsla en í staðinn valdi Ólafur þá Guðmund Steinarsson úr Keflavík og Jónas Guðna Sævarsson úr KR.

Aðspurður hvort þetta veikti liðið sagði Ólafur svo vera. „Þarna falla út tveir leikmenn sem ég hafði hugsað mér að nota en í staðinn fæ ég tvo góða og þá vel ég af því að þeir hafa staðið sig vel í sumar og eiga tækifærið skilið.“

Hann telur möguleika Íslands ágæta móti Noregi. „Að mínu viti er ekki ýkja mikill munur á boltanum þar og hér en vitaskuld eru þeir aðeins framar okkur. Þeir voru aðeins einu stigi frá því að komast á Evrópumótið í sumar. En við eigum að hafa í fullu tré við þá að mínu viti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert