Vilja 230 milljónir kr. í skaðabætur frá áhorfenda

Mynd frá atvikinu á Parke fyrir tveimur árum þar sem …
Mynd frá atvikinu á Parke fyrir tveimur árum þar sem að áhorfandi réðst á dómarann. AP

Danmörk og Svíþjóð mætast í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta karla á Parken í Kaupmannahöfn og er mikil spenna í loftinu fyrir þá viðureign. Fyrir tveimur árum þegar liðin mættust í undankeppni EM var leikurinn flautaður af eftir að drukkinn áhorfandi réðst á dómara leiksins, Herbert Fandel, en sá sem réðst að dómaranum verður víðsfjarri enda er fær hann ekki að stíga fæti inná Parken aftur.

Áhorfandinn missti stjórn á sér rétt fyrir leikslok þegar dæmd var vítaspyrna á Dani í stöðunni 3:3. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið og Svíum var dæmdur sigurinn, 3:0.

„Ég get bara horft á leikinn í sjónvarpinu, og þannig verður það í mörg, mörg ár. Ég fæ ekki að koma á Parken aftur," segir áhorfandinn í viðtali við sænska dagblaðið Aftonbladet. Hann fékk fangelsisdóm eftir árásina og sat hann inni í sjö daga sem verður að teljast vel sloppið.

Maður er danskur en hann býr í Svíþjóð. Þann 21. október n.k. hefjast réttarhöld í skaðabótamáli sem danska knattspyrnusambandið og eigendur Parken höfða gegn manninum sem fór inná völlinn. Samtals vilja þessir aðilar fá um 9 milljónir danskar krónur í  skaðabætur eða rétt rúmlega 230 milljónir kr.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert