Mörkin úr leik Ísraels og Íslands (myndband)

Eggert Gunnþór Jónsson og Indriði Sigurðsson í baráttunni í Tel …
Eggert Gunnþór Jónsson og Indriði Sigurðsson í baráttunni í Tel Aviv í gær. Reuters

Íslendingar biðu í gær lægri hlut fyrir Ísraelsmönnum, 3:2, í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór á Bloomfield Stadium í Tel Aviv í gærkvöld. Rúmlega 8.000 áhorfendur sáu heimamenn komast í 3:0 á fyrstu 27 mínútum leiksins en Íslendingar áttu góðan endasprett og þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson náðu að minnka muninn seint í leiknum.

Mörkin úr leik Ísraels og Íslands, smellið HÉR

Alfreð skoraði þar með sitt fyrsta A-landsliðsmark en Kolbeinn skoraði sitt þriðja. Þetta var síðasti leikur A-landsliðsins á þessu ári en næsta verkefni liðsins er leikur gegn Kýpur í undankeppni EM sem fram fer á Kýpur í mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert