Eiður fer á fornar slóðir í Evrópudeildinni

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í AEK fara til Belgíu, …
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í AEK fara til Belgíu, Rússlands og Austurríkis. www.aekfc.gr

Íslendingaliðin fjögur í Evrópudeild UEFA lentu ekki saman í riðlum þegar dregið var til riðlakeppninnar nú um hádegið. AEK Aþena, AZ Alkmaar, FC Köbenhavn og OB eru öll á meðal þátttökuliða.

Eiður Smári Guðjohnsen, Elfar Freyr Helgason og félagar í AEK Aþena mæta Anderlecht frá Belgíu. Eiður Smári fer því á fornar slóðir því Arnór faðir hans lék með Anderlecht á sínum tíma og Eiður var því tíður gestur á velli félagsins í Brussel. AEK mætir einnig Lokomotiv Moskva og Sturm Graz frá Austurríki.

Rúrik Gíslason og samherjar í OB mæta Twente frá Hollandi, Fulham frá Englandi og Wisla Kraków frá Póllandi. Rúrik fer því aftur til London en þar var hann í röðum Charlton á sínum tíma.

Sölvi Geir Ottesen, Ragnar Sigurðsson og samherjar í FC Köbenhavn mæta Standard Liege frá Belgíu, Hannover frá Þýskalandi og Vorskla Poltava frá Úkraínu.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar mæta Metalist Kharkiv frá Úkraínu, Austria Vín frá Austurríki og Malmö frá Svíþjóð.

Uppfært er jafnóðum hvernig liðin raðast í riðlana tólf en fjögur lið eru í hverjum riðli:

A-RIÐILL:
Tottenham Hotspur (Englandi)
Rubin Kazan (Rússlandi)
PAOK Saloniki (Grikklandi)
Shamrock Rovers (Írland)

B-RIÐILL:
FC København (Danmörku)
Standard Liège (Belgíu)
Hannover (Þýskalandi)
Vorskla Poltava (Úkraínu)

C-RIÐILL:
PSV Eindhoven (Hollandi)
Hapoel Tel-Aviv (Ísrael)
Rapid Búkarest (Rúmeníu)
Legia Varsjá (Póllandi)

D-RIÐILL:
Sporting Lissabon (Portúgal)
Lazio (Ítalíu)
Zürich (Sviss)
Vaslui (Rúmeníu)

E-RIÐILL:
Dynamo Kiev (Úkraínu)
Beşiktaş (Tyrklandi)
Stoke City (Englandi)
Maccabi Tel-Aviv (Ísrael)

F-RIÐILL:
Paris Saint-Germain (Frakklandi)
Athletic Bilbao (Spáni)
Salzburg (Austurríki)
Slovan Bratislava (Slóvakíu)

G-RIÐILL:
AZ Alkmaar (Hollandi)
Metalist Kharkiv (Úkraínu)
Austria Vín (Austurríki)
Malmö FF (Svíþjóð)

H-RIÐILL:
Braga (Portúgal)
Club Brugge (Belgíu)
Birmingham City (Englandi)
Maribor (Slóveníu)

I-RIÐILL:
Atlético Madrid (Spáni)
Udinese (Ítalíu)
Rennes (Frakklandi)
Sion (Sviss)

J-RIÐILL:
Schalke (Þýskalandi)
Steaua Búkarest (Rúmeníu)
Maccabi Haifa (Ísrael)
AEK Larnaca (Kýpur)

K-RIÐILL:
Twente (Hollandi)
Fulham (Englandi)
OB (Danmörku)
Wisła Kraków (Póllandi)

L-RIÐILL:
Anderlecht (Belgíu)
AEK Aþenu (Grikklandi)
Lokomotiv Moskva (Rússlandi)
Sturm Graz (Austurríki)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert