Rúrik lagði upp sjálfsmark

Rúrik Gíslason í leik með FC Köbenhavn.
Rúrik Gíslason í leik með FC Köbenhavn. Ljósmynd/fck.dk

Landsliðsmennirnir Rúrik Gíslason og Ragnar Sigurðsson fögnuðu öruggum sigri á Parken í dag þegar FC Köbenhavn vann AaB 3:0 í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Nicolai Jörgensen kom FCK yfir undir lok fyrri hálfleiks og meistararnir komust í 2:0 eftir um klukkutíma leik. Rúrik átti stærstan heiðurinn af því en aukaspyrna hans inn að markinu fór af Lasse Nielsen, leikmanni AaB, í netið. Igor Vetokele innsiglaði svo sigurinn í lokin.

Rúrik fór af velli á 66. mínútu en Ragnar lék allan leikinn í vörn FCK.

FCK er nú með 16 stig eftir 12 leiki, átta stigum frá toppliði Midtjylland. AaB er í 2. sæti með 18 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert