Klappað og klárt fyrir HM í glímu

Glíman trekkir.
Glíman trekkir. Árni Sæberg

Fyrir liggur nú að fyrsta heimsmeistaramót í glímu mun fara fram í garði danska Víkingaskipasafnsins í Hróarskeldu dagana 9. og 10. ágúst.

Þetta staðfestir Skarphéðinn Orri Björnsson, forseti Alþjóða glímusambandsins en vafi hefur leikið á endanlegri staðsetningu mótsins.

Mótið verður vel sótt að hans sögn en fimmtán þjóðir senda keppendur til leiks og er jafnvel búist við að tíu þúsund manns fylgist með mótinu sem yrði í fyrsta sinn um áratugaskeið sem fleiri en nokkur hundruð sækja glímumót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert