Dæmdi sjálfan sig úr leik á Belfry

Sandy Lyle.
Sandy Lyle. AP

Skotinn Sandy Lyle, sem á sínum tíma var einn af bestu kylfingum heims, hefur á undanförnum árum ekki átt fast sæti á Evrópumótaröðinni í golfi en hann hefur minnt á sig af og til á þeim mótum sem hann hefur leikið. Lyle var á meðal efstu manna eftir fyrsta keppnisdaginn á Quinn Direct –meistaramótinu á Belfry í gær en í dag dæmdi hann sjálfan sig úr leik vegna mistaka sem hann gerði.

Lyle var sagður hafa leikið á 68 höggum í gær en rangt skor var ritað á skorkort hans og hafði Lyle skrifað undir rangt skor. Hann lék 11. holu vallarins á 5 höggum en ritari hans skrifaði 4 högg og ef kylfingar skrifa undir rangt skor í leikslok er þeim vísað frá keppni. Lyle er 49 ára gamall en hann hefur sigrað á tveimur stórmótum á ferlinum, Opna breska og Mastersmótinu.

Scott Drummond frá Skotlandi lék á 75 höggum í gær en hann hætti leik eftir fjórar holur í dag vegna magakveisu. Jean-Francois Remesy frá Frakklandi er einnig hættur keppni en hann lék fyrsta hringinn á 82 höggum en hann á við veikindi að stríða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert