Walker sigraði örugglega í Texas

Jimmy Walker fær fugl á 16. holu.
Jimmy Walker fær fugl á 16. holu. AFP

Jimmy Walker sigraði á Opna Texas mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi sem lauk í gærkvöldi. Walker sigraði nokkuð örugglega á samtals 11 höggum undir pari.

Skorið var ekki mjög lágt á mótinu þar sem nokkuð sterkur vindur setti svip sinn á mótið og gerði völlinn erfiðari viðureignar.

Hinn efnilegi Jordan Spieth varð í öðru sæti á 7 undir pari og virðist ætla að fylgja eftir góðu ári sem hann átti á golfvellinum í fyrra. 

Walker og Spieth eru í tveimur efstu sætunum á peningalistanum á þessu tímabili en Bubba Watson, Patrick Reed og Dustin Johnson koma í sætunum þar á eftir. 

Walker er heimamaður og sótti mótið iðulega á uppvaxtarárum sínum í San Antonio. Hann þekkir því aðstæður vel og nýtti sér það. 

Nú eru aðeins tíu dagar þar til Masters-mótið hefst í Georgíuríki, fyrsta risamót ársins og því vilja bestu kylfingar heims vera farnir að finna taktinn á þessum árstíma. 

Jimmy Walker
Jimmy Walker AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert