Val á Noregshópnum liggur fyrir

Rúnar Kárason, leikmaður Fram, leikur væntanlega sínu fyrstu landsleiki í …
Rúnar Kárason, leikmaður Fram, leikur væntanlega sínu fyrstu landsleiki í Noregi um næstu helgi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kristján Halldórsson hefur tilkynnt hvaða 11 leikmenn hann hefur valið úr svokölluðum B-landsliðshóp til viðbótar við þá sex leikmenn sem Alfreð Gíslason hefur tilnefnt í íslenska landsliðið í handknattleik sem tekur þátt í fjögurra þjóða móti í Noregi á föstudag, laugardag og sunnudag.

Leikmennirnir sem Kristján valdi úr sínum 22 manna hópi eru:

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður úr Fram, Sturla Ásgeirsson, Århus GF, Baldvin Þorsteinsson, Val, Andri Stefan, Haukum, Heimir Örn Árnason, Stjörnunni, Jóhann Gunnar Einarsson, Fram, Arnór Þór Gunnarsson, Val, Fannar Þorbjörnsson, Fredericia, Kári Kristján Kristjánsson, Haukum, Rúnar Kárason, Fram, Guðlaugur Arnarsson, Malmö.

Fyrr í dag valdi Afreð eftirtaldar sex leikmenn í hópinn: Birkir Ívar Guðmundsson, TuS N-Lübbecke, Arnór Atlason FCK, Einar Hólmgeirsson, Flensburg, Hannes Jón Jónsson, Fredericia, Sigfús Sigurðsson, Ademar León, Sigurbergur Sveinsson, Haukum.

Kristján Halldórsson stýrir landsliðinu í leikjunum í Noregi en leikið verður við Ungverja á föstudag, Portúgal á laugardag og Norðmenn á sunnudag. Arnór Atlason tekur ekki þátt í síðasta leiknum. Tveir fyrstu leikirnir verða í Þrándheimi en sá síðasti í Hákonshöll í Lillehammer.

Patrekur Jóhannesson verður Kristjáni til halds og trausts í Noregsferðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert