Ísland í riðli með Noregi í undankeppni EM

Ísland mætir m.a. Noregi í undankeppni EM.
Ísland mætir m.a. Noregi í undankeppni EM. mbl.is/Golli

Norðmenn verða sterkustu andstæðingar Íslands í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik en dregið var í riðla í Vínarborg í kvöld. Önnur lið í riðlinum eru Makedónía, Eistland, Belgía og Moldóva.

Leikið er heima og heiman og tvö efstu liðin komast í úrslitakeppnina í Austurríki árið 2010. Fyrstu leikirnir fara fram í lok október.

Riðlarnir sjö eru þannig skipaðir:

1. riðill: Pólland, Svíþjóð, Rúmenía, Svartfjallaland, Tyrkland og Georgía.

2. riðill: Rússland, Serbía, Sviss, Bosnía, Ítalía og Færeyjar.

3. riðill: Ísland, Noregur, Makedónía, Eistland, Belgía og Moldóva.

4. riðill: Króatía, Ungverjaland, Slóvakía, Grikkland og Finnland.

5. riðill: Þýskaland, Slóvenía, Hvíta-Rússland, Ísrael og Búlgaría.

6. riðill: Frakkland, Tékkland, Portúgal, Lettland og Lúxemborg.

7. riðill: Spánn, Úkraína, Litháen, Holland og Kýpur.

Danmörk og Austurríki fara beint í lokakeppnina, Danmörk sem Evrópumeistari og Austurríki sem gestgjafi lokakeppninnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert