Schwenker sver af sér allar sakir

Leikmenn Kiel fagna sigri í Meistaradeild Evrópu í handknattleik vorið …
Leikmenn Kiel fagna sigri í Meistaradeild Evrópu í handknattleik vorið 2007. Reuters

Uwe Schwenker, framkvæmdastjóri þýska handknattleiksfélagsins Kiel, ber af sér og félaginu allar sakir um að hafa mútað dómurum í kappleikjum liðsins í Evrópukeppninni á síðustu árum.  Ásakanir þess efnis komu fyrst fram opinberlega í gær. Eftir fund stjórnar þýsku deildarkeppninnar í Hamborg í gærkvöldi sagði Reiner Witte, forseti stjórnarinnar, að ekkert hafi komið fram á fundinum sem styður ásakanirnar en málið verði rannsakað áfram.

Schwenker sat fyrir svörum á fundi stjórnar þýsku deildarkeppninnar. Hann sór allt af sér ásakanir um mútur og sagði þær úr lausu lofti gripnar. 

Manfred Werner, sem sæti á í stjórn þýsku deildarkeppninnar, er einn þeirra sem telur að ekki séu öll kurl komin til grafar í málinu. Werner er á meðal þeirra sem heldur því fram að Kiel hafa mútað dómurum leikja allt frá árinu 2000.  Witte forseti, segir málið verði skoðað áfram næstu daga en ekkert hafi komið fram á fundinum í gærkvöldi sem styðji ásakanir á hendur forsvarsmönnum Kiel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert