Svensson er hvergi af baki dottinn

Tomas Svensson hefur oft farið á kostum í marki sænska …
Tomas Svensson hefur oft farið á kostum í marki sænska landsliðsins. Reuters

Hinn þrautreyndi sænski handknattleiksmarkvörður, Tomas Svensson, hefur ákveðið að taka tilboði Valladolid um að leika með liði félagsins á næstu leiktíð. Svensson, sem er 41 árs, hefur síðustu ár leikið með öðru spænsku liði, Portland San Antonio, en var ekki boðinn nýr samningur í vor.

Svensson hefur verið einn allra fremsti handknattleiksmarkvörður heims í nærri tvo áratugi. Hann lék árum saman með Barcelona áður en hann gekk til liðs við Portland.

Svensson er ekkert á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera kominn inn á fimmtugsaldur en vafasamt er að hann leiki mikið fleiri landsleiki fyrir Svíþjóð.

Framtíð Portlands-liðsins er í óvissu um þessar mundir þar sem það glímir við mikla fjárhagserfiðleika um þessar mundir. Enginn markvörður er á mála hjá félaginu um þessar mundir eftir að hinn markvörður þess á síðasta keppnistímabili, Danijel Saric, flutti sig yfir til Barcelona.

Mikill hugur mun hins vegar vera í forráðamönnum Valladolid eftir að liðið vann Evrópukeppni bikarhafa í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert