Lettar mæta með 14 leikmenn til Íslands

Lettneska landsliðið í handknattleik sem leikur hér á landi annað …
Lettneska landsliðið í handknattleik sem leikur hér á landi annað kvöld. Ljósmynd/heimasíða Handknattleikssamband Lettlands

Valdis Labanovskis, landsliðsþjálfari Letta í handknattleik karla, er kominn til landsins með sveit sína sem mætir íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Laugardalshöll annað kvöld kl. 19.40. Labanovskis valdi 14 leikmenn Íslandsfararinnar en hann var með 19 menn við æfingar fyrir leikin. Lettar mæta Þjóðverjum á heimavelli um helgina.

Leikurinn í Laugardalshöll annað kvöld verður sú fyrsta hjá báðum þjóðum í undankeppni EM en lokakeppnin fer fram í Serbíu í janúar 2012.

Helmingur lettneska hópsins sem kom hingað leikur með félagsliðum utan heimalandsins. Þekktasti leikmaður Letta er Aivis Jurdž en hann er liðsfélagi Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, Hannesar Jóns Jónssonar og Vignis Svavarssonar hjá Burgdorf. Áður en Jurdž hélt til Ísland skrifaði hann undir nýjan samning við Burgdorfliðið sem gildir fram á mitt ár 2013. Aron Kristjánsson er sem kunnugt er þjálfari Burgdorf.

Lettneski hópurinn er skipaður eftirtöldum leikönnum:

Ēriks Blūms (ASK),
Ingars Dude (HG Saarlouis, Þýskalandi),
Jānis Gremzde (ASK),
Valdis Gūtmanis (SG Schalksmuhlen-Halven, Þýskalandi),
Aivis Jurdžs (TSV Hannover-Burgdorf, Þýskalandi),
Edgars Kukša (GSV Eintracht Baunatal, Þýskalandi),
Artis Kurmēns (LSPA),
Andrejs Kuzmins (Grupo Pinta Torrevieia, Spáni),
Uldis Lībergs (HIT Tirol, Austurríki),
Ģirts Lilienfelds (ThSV Eisenach, Þýskalandi),
Arnolds Straume (ASK),
Helmuts Tihanovs (LSPA),
Edgars Vadzītis (LSPA),
Margots Valkovskis (HSC Bad Neustadt, Þýskalandi).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert