AG í undanúrslit - Slógu Evrópumeistarana út

Ólafur Stefánsson skpraði 7 mörk.
Ólafur Stefánsson skpraði 7 mörk. mbl.is/Þórir Ó. Tryggvason

Danska meistaraliðið AG Köbenhavn, með fjóra Íslendinga innanborðs, gerði sér lítið fyrir í kvöld og sló Evrópumeistara Barcelona út í Meistaradeild Evrópu í handknattleik og tryggði sér sæti undanúrslitum keppninnar. Barcelona hafði betur í kvöld á heimavelli, 36:33, en AG vann heimaleikinn, 29:23.

Íslensku landsliðsmennirnir áttu allir frábæran leik. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur AG Köbenhavn með 8 mörk, Ólafur Stefánson skoraði 7 og þeir Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson skoruðu 4 mörk hvor.

Staðan var jöfn í leikhléi, 17:17 en fljótlega í seinni hálfleik náði AG tveggja marka forskoti. Börsungar náðu að síðan að komast fjórum mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru eftir að danska stórliðið sem tekur þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn hélt haus og þar léku Íslendingarnir stór hlutverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert