Vorum skrefi á eftir

„Ég var ánægður með nokkra hluti sem við höfum verið í vandræðum með í sókninni. Varnarleikurinn  var ekki alveg nógu góður, þar áttum við fyrst og fremst í vandræðum með Janus. Ekki bara skoraði hann mikið heldur átti hann margar sendinga á félaga sína,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir að lið hans tapaði fyrir Haukum, 25:22, í Olís-deild karla í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld.

„Við voru ágætir en það vantaði eitthvað extra til þess að vinna Haukana sem leika góðan varnarleik og fínan markvörð. Við vorum alltaf skrefinu á eftir, því miður,“ sagði Óskar Bjarni.

„Þegar við náðum að nálgast Haukana í síðari hálfleik þá fórum við illa með opin færi. Það var eitt og annað gerði að verkum að við töpuðum.

Þetta var enginn heimsendir heldur fyrsta tap okkar síðan 17. September,“ sagði Óskar Bjarni en Valsmenn eru áfram í efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Haukum.

Nánar er rætt við Óskar Bjarna á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert