Snæfell vann FSu með yfirburðum

Hlynur Bæringsson og félagar hans í Snæfelli unnu FSu mjög …
Hlynur Bæringsson og félagar hans í Snæfelli unnu FSu mjög örugglega. mbl.is/Brynjar Gauti

Snæfell lagði FSu að velli á mjög sannfærandi hátt í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland Express deildinni, í Stykkishólmi í kvöld. Á Akureyri vann Tindastóll sigur á Þór í hörkuleik Norðurlandsliðanna.

Snæfell hafði talsverða yfirburði gegn FSu og vann afgerandi sigur, 88:61. Sigurður Þorvaldsson skoraði 25 stig fyrir Snæfell og þeir Hlynur Bæringsson og Jón Ólafur Jónsson 23 stig hvor. Tyler Dunaway skoraði 16 stig fyrir FSu.

Tindastóll marði Þór með fimm stiga mun í baráttunni um Norðurland í kvöld 82:77. Leikurinn var jafn allt til enda. Þórsarar náðu ellefu stiga forskoti í fjórða leikhlutanum en gluturðu því niður á lokasprettinum. Darrell Flake skoraði 21 stig fyrir Tindastól og þeir Svavar Birgisson og Allan Fall 18 hvor en Cedric Isom gerði 33 stig fyrir Þórsara. Stólarnir hirtu mun fleiri fráköst og má segja að það hafi gert gæfumuninn í leiknum.

Leik Breiðabliks og Grindavíkur er fylgt sérstaklega eftir í annarri frétt hér á mbl.is.

Fylgjast má með leikjunum í beinum lýsingum á "Live Stat" tölfræðivef Körfuknattleikssambands Íslands.
Smellið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert