Cleveland með félagsmet - Boston tapaði í Orlando

LeBron James brýst upp að körfunni í leiknum gegn New …
LeBron James brýst upp að körfunni í leiknum gegn New Jersey Nets. Reuters

Cleveland Cavaliers setti félagsmet í gær þegar liðið sigraði New Jersey Nets í NBA-deildinni í körfuknattleik 98:87. Þetta var tíundi sigurleikur Cleveland í röð en alls hefur liðið unnið 58 leiki. LeBron James skoraði 22 stig og tók 11 fráköst í liði Cleveland sem á eftir að leika 11 leiki á tímabilinu. Tímabilið 1988-1989 vann Cleveland 57 leiki og það sama var uppi á teningnum tímabilið 1991-1992 þegar leikmenn á borð við Brad Daugherty, Mark Price og Larry Nance voru kjarni liðsins.

Cleveland hefur unnið 33 leiki af alls 34 á heimavelli og í marsmánuði hefur liðið aðeins tapað einum leik af alls 14. Cleveland er í efsta sæti Austurdeildar en meistaralið Boston hefur unnið 53 leiki.

Toronto – Milwaukee 115:106
Andrea Bargnani skoraði 23 stig fyrir Toronto. Chris Bosh og Jose Calderon voru með tvöfalda tvennu í liði Raptors.

Washington – Charlotte 95:93
Antawn Jamiscon skoraði 27 stig fyrir Washington sem er í neðsta sæti Austurdeildar. Nick Young bætti við 23 stigum fyrir Washington.

Atlanta – San Antonio 92:102
Tony Parker lætur að sér kveða í liði San Antonio í fjarveru Tim Duncan og í Atlanta skoraði hann 42 stig. Atlanta hafði fyrir leikinn unnið átta leiki í röð á heimavelli.

Indiana – Miami 90:88
Danny Granger skoraði 28 stig fyrir Indiana.

Philadelphia – Minnesota 96:88
Thaddeus Young skoraði 29 stig fyrir Philadelphia og  Andre Miller bætti við 15 stigum fyrir heimamenn.

New York – LA Clippers 135:140
Það var mikið skorað í framlengdum leik í New York.  Mike Taylor skoraði 35 stig fyrir LA Clippers sem er persónulegt met og Zach Randolph skoraði 33 stig gegn sínu gamla liði í New York.

New Orleans – Denver 88:101
Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver en New Orleans hafði unnið síðust þrjá leiki á heimavelli.

Orlando – Boston 84:82
Dwight Howard varði skot frá Paul Pierce 3,8 sekúndum fyrir leikslok og kom þar með í veg fyrir að meistaralið Boston tækist að jafna metin. Með sigrinum tryggði Orlando sér sigur í Suð-Austur riðlinum annað árið í röð.

Dallas – Golden State 128:106

Phoenix – Utah 118:114
Grant Hill skoraði 26 stig fyrir Phoenix en þetta var sjötti sigur Suns í röð og það hefur ekki gerst áður á leiktíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert