Kláruðum leikinn í fyrsta leikhluta

Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, í baráttu við Emi Barja, …
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, í baráttu við Emi Barja, leikmann Hauka. Eggert Jóhannesson

„Leikurinn kláraðist eiginlega í fyrsta leikhluta þar sem við komum af miklum krafti inn í leikinn. Við eyddum mikilli orku í það að ná þessu góða forskoti og gáfum aðeins eftir um miðbik leiksins,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, í samtali við mbl.is eftir 96.66 sigur liðsins gegn Haukum í 14. umferð Domino's deildar karla í körfuknattleik. 

„Mér fannst við hins vegar vera með fulla stjórn á þessum leik þó svo að þeir næðu góðu áhlaupi í þriðja leikhluta,“ sagði Brynjar Þór enn fremur um þróun leiksins.

„Varnarleikurinn hefur verið frábær í allan vetur og sóknarleikurinn er að braggast. Það eru margir leikmenn að koma með framlag sóknarlega og það er sérstaklega jákvætt að Pavel (Ermolinski) og Helgi Már (Magnússon) séu að finna sitt gamla form,“ sagði Brynjar Þór aðspurður um ástandið á KR liðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert