Sjóðir Glitnis opnaðir á morgun

Þrír sjóðir Glitnis, sem hafa verið lokaðir síðustu tvo daga, verða opnaðir á morgun. Í tilkynningu frá Glitni segir, að óvissu um skuldabréf í sjóðunum hafi verið eytt og þar sé nú ekki að finna nein skuldabréf á Stoðir hf.

Í tilkynningunni segir, að Glitnir banki  lýsi yfir stuðningi við verðbréfasjóði Glitnis og sýni með þessu einarðan vilja til að tryggja hagsmuni sparifjáreigenda sem hafi fjárfest í sjóðunum.

Um er að ræða Sjóð 9, Sjóð 1 og Sjóð 9 EUR. Í tilkynningunni kemur fram að við endurmat á Sjóði 9 liggi fyrir, að ávöxtun sjóðsins hafi lækkað um 7% sem sé í líkingu við það sem gerst hafi undanfarið hjá sambærilegum sjóðum hér á landi.

„Ákvörðun um að loka fyrir kaup og sölu sjóðanna var nauðsynleg til að tryggja rétta verðmyndun á eignum viðskiptavina Glitnis í sjóðunum og jafnframt að skapa svigrúm og tíma til að koma eignum í verð. Glitnir sætti nokkurri gagnrýni vegna þessarar ráðstöfunar en því miður var hún nauðsynleg. Glitnir harmar jafnframt þá erfiðleika sem þetta hafði í för með sér fyrir viðskiptavini bankans," segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK