Írska þingið samþykkir neyðarlög um bankakerfið

Írska þingið samþykkti í dag neyðarlög sem gerða ráð fyrir því að írska ríkið ábyrgist bæði innistæður í írskum bönkum og skuldbindingar þeirra. Þessar aðgerðir hafa sætt mikilli gagnrýni í nágrannalöndum, einkum Bretlandi, þar sem írsku bankarnir eru með útibú og eru nú í kjörstöðu í samkeppni um viðskiptavini við breska banka. 

Þingið sat á fundi í alla nótt og hefur ekki verið haldinn jafn langur fundur þar í þrjá áratugi. Í morgun samþykkti neðri deild þingsins frumvarpið með 124 atkvæðum gegn 18. Öldungadeildin samþykkti frumvarpið síðan með 39 atkvæðum gegn 5. 

Tryggingin, sem írska ríkið veitir, er metin á um 400 milljarða evra og nær yfir skuldbindinga Allied Irish Bank, Bank of Ireland, Anglo Irish Bank, Irish Life and Permanent, Irish Nationwide Building Society og Educational Building Society. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK