Bandarísk hlutabréf lækkuðu

Miðlarar á Wall Street fylgjast með atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings …
Miðlarar á Wall Street fylgjast með atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í sjónvarpi í dag. Reuters

Ekki nægði til að róa þandar taugar bandarískra fjárfesta að lög um 700 milljarða dala björgunasjóð hafa tekið gildi þar í landi og verð hlutabréfa lækkaði í kvöld. Bréfin hækkuðu hins vegar meðan á afgreiðslu lagafrumvarpsins stóð í fulltrúadeild þingsins.

Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,5% og er 10.325 stig. Nasdaq vísitalan lækkaði um 1,48% og er 1947 stig og S&P vísitalan lækkaði um 1,35% og er 1099 stig.

Þá lækkaði gengi bréfa deCODE um 10,8% og er 33 sent, hefur aldrei verið lægra. 

Afgreiðsla lagafrumvarpsins varð til þess að olíuverð hætti að lækka á heimsmarkaði. Á markaði í New York var lokaverðið 93,88 dalir tunnan og hefur lækkað um 13 dali í vikunni. Í Lundúnum lækkaði verðið um 31 sent tunnan og er 90,25 dalir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK