IMF: Evrópa verður að sýna viðbrögð

Dominique Strauss-Kahn ræðir við blaðamenn utan við forsetahöllina í París.
Dominique Strauss-Kahn ræðir við blaðamenn utan við forsetahöllina í París. Reuters

Yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) segir, að fjármálakreppan í heiminum sé eldskírn og stjórnvöld í Evrópu verði að sýna fram á, að þau geti brugðist við með sama hætti og þau bandarísku. Bandaríkjaþing samþykkti í gær lög um 700 milljarða dala neyðarsjóð sem nota á til að endurreisa bandaríska fjármálakerfið.

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF, segir að fjármálakreppan sé áður óþekktur prófsteinn á löndin, sem nota sameiginlegan gjaldmiðil. 

Þá sagði Strauss-Kahn, að IMF muni lækka til muna hagvaxtarspár sínar í ljósi ástandsins á fjármálamörkuðum. 

Strauss-Kahn átti í dag fund með Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, sem heldur í dag fund með leiðtogum Bretlands, Þýskalands og Ítalíu til að ræða stöðuna.  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK