Þýskaland samþykkir neyðaráætlun

Hypo Real Estate er einn stærsti banki Þýskalands
Hypo Real Estate er einn stærsti banki Þýskalands PAWEL KOPCZYNSKI

Ríkisstjórn Þýskalands hefur samþykkt áætlun upp á 50 milljarða evra sem ætlað er að bjarga einum stærsta banka landsins, Hypo Real Estate, samkvæmt tilkynningu frá þýska fjármálaráðuneytinu. Neyðarfundir hafa staðið yfir í Þýskalandi í allan dag til að bjarga bágri stöðu bankans og koma í veg fyrir keðjuverkun á landsvísu.

Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði fyrr í dag að ríkisstjórnin réri að því öllum árum að koma í veg fyrir hrun bankans.

„Með þessari sameiginlegu niðurstöðu er stöðugleika komið á í bankanum og þar með hefur Þýskaland styrkt mjög stöðu sína sem úrræðagóð þjóð á erfiðum tímum,“ sagði í tilkynningunni frá fjármálaráðuneytinu.

Viðskiptaritstjóri BBC, Robert Peston, segir óvíst hvort þessari ákvörðun fylgi í raun ábyrgð ríkisins gagnvart öllum innlánum einstaklinga. Hann segir að ef svo sé þurfi önnur Evrópusambandsríki, þar á meðal Bretland, að fylgja í sömu fótspor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK