Þýskur banki riðar til falls

Útibú Hypo Real Estate í Berlín.
Útibú Hypo Real Estate í Berlín. Reuters

Einn af stærstu bönkum Þýskalands á í verulegum erfiðleikum eftir að áætlun um að bjarga honum frá þroti, fór út um þúfur. Um er að ræða bankann Hypo Real Estate, sem er annar umsvifamesti banki landsins á sviði fasteignaveðlána.

Hypo Real Estate, sem er með mikið af svonefndum undirmálslánum, hefur orðið fyrir barðinu á lausafjárskortinum sem verið hefur á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði.

Þýsk stjórnvöld áttu í viðræðum við hóp fjármálastofnana um að koma  Hypo Real Estate til bjargar en bankahópurinn hefur nú dregið sig út úr viðræðunum þegar í ljós kom að til var ætlast að hann legði fram 35 milljarða evra, jafnvirði rúmlega 5400 milljarða króna.

Sumir sérfræðingar segja, að Hypo Real Estate muni ekki geta starfað nema í nokkra daga án þess að fá neyðaraðstoð og því verði að grípa til aðgerða áður en fjármálamarkaðir verða opnaðir í fyrramálið. 

Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Ítalíu áttu viðræður í gær um ástandið á fjármálamörkuðum. Þar var niðurstaðan sú, að ekki yrði komið á fót neyðarsjóði að bandarískri fyrirmynd heldur myndu Evrópusambandsríkin vinna náið saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK