Baugur sagður ræða um sölu eigna

House of Fraser er að hluta í eigu Baugs.
House of Fraser er að hluta í eigu Baugs. mbl.is/GSH

Breska  blaðið The Times hefur á fréttavef sínum í kvöld eftir heimildarmönnum í fjármálahverfi Lundúna, að forsvarsmenn Baugs hafi átt einkaviðræður um að selja einhverjar eignir félagsins í Bretlandi og reyni einnig að fá banka til að lána fyrirtækinu út á aðrar eignir. 

„Það fara fram leynilegar viðræður," hefur blaðið eftir einum heimildarmanni.

Talsmaður Baugs neitar því hins vegar, að slíkum samræðum hafi fjölgað í síðustu viku.

Times hefur einnig eftir heimildarmönnum á fjármálamarkaði, að Kaupþing hafi gefið til kynna að Singer & Friedlander, dótturfélag bankans í Lundúnum, gæti verið til sölu. Aðrar heimildir segi að verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood, sem Landsbanki seldi í byrjun vikunnar til Straums, kunni að verða til sölu á ný.

Straumur segist ekki hafa nein áform um að selja félagið en blaðið segir að það kunni að hafa breyst eftir atburði dagsins.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK