Hrun á Wall Street

Reuters

Dow Jones vísitalan lækkaði um 678,91  stig í kvöld á Wall Street eða um 7,33%. Er þetta sjöundi viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan lækkar. Lokagildi hennar er 8579 stig og er þetta í fyrsta skipti í rúm fimm ár sem lokagildi hennar fer niður fyrir níu þúsund stig.  

Hlutabréf í General Motors lækkuðu um 31% og hafa ekki verið lægri síðan árið 1950. GM er eitt þeirra 30 fyrirtækja sem mynda Dow Jones vísitöluna, samkvæmt frétt á vef Wall Street Journal. Þar kemur fram að Dow Jones hafi lækkað um 39% á einu ári. 

Hlutabréf hækkuðu í verði við opnun markaða í morgun eftir að fregnir bárust að því að bandarísk stjórnvöld myndu jafnvel eignast hlut í einhverjum bönkum til að forða þeim frá gjaldþroti. Var talið að það myndi koma lánsfjármarkaðinum til hjálpar.

Standard & Poor's 500 vísitalan féll um 7,6% og Nasdaq vísitalan lækkaði um 5,08%.

Gengi bréfa deCODE lækkuðu um 8,33% og eru 44 sent.

Örmagna verðbréfamiðlari á Wall Street í kvöld
Örmagna verðbréfamiðlari á Wall Street í kvöld AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK