Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson eru báðir hættir hjá …
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson eru báðir hættir hjá Kaupþing. mbl.is/Brynjar Gauti

Hreiðar Már Sigurðsson, fráfarandi forstjóri Kaupþings, kvaddi samstarfsfólk sitt í lok vinnudags í dag. Gekk hann í fylgd Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, um Kaupþing, tók í höndina á starfsfólki og þakkaði fyrir samstarfið. Að því loknu yfirgaf hann bankann.

Finnur Sveinbjörnsson var í dag ráðinn forstjóri Nýja Kaupþings og tekur hann til starfa á morgun, miðvikudag. Ingólfur Helgason er, eins og Hreiðar, einnig hættur hjá Kaupþingi. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, hætti þegar ný skilanefnd setti stjórnina af og tók yfir rekstur bankans. Ný stjórn hefur verið sett yfir Nýja Kaupþing sem mun stjórna bankanum í samstarfi við nýjan forstjóra. Skilanefnd mun stjórna gamla Kaupþingi í gegnum umbreytingarferlið, sem allir viðskiptabankarnir eru að ganga í gegnum.

Hreiðar Már starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 1994 þegar hann útskrifaðist frá Háskóla Íslands. Árið 2003 varð hann forstjóri yfir félaginu þegar Sigurður Einarsson, þá forstjóri, varð starfandi stjórnarformaður. Þá hafði Hreiðar verið aðstoðarforstjóri í nokkur ár. Þeir tveir, ásamt hópi framkvæmdastjóra í bankanum, stýrðu vexti og velgengni bankans þangað til undir það síðasta þegar Fjármálaeftirlitið tók starfsemina yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK